Erlent

Bylur veldur usla í Bandaríkjunum

Bylur í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna olli dauðsföllum og miklum töfum á ferðalögum fyrir jólin.

Við Topeka borg í Kansas varð bílslys sem leiddi til keðjuverkunar þannig að tugir bíla óku hver aftan á annan. Lögregla neyddist til að loka hraðbrautinni á rúmlega sextíu kílómetra leið.

Dauði þrettán manna er rakinn til kuldakastsins. Fjöldi Bandaríkjamanna ferðast um jólin, annað hvort til ættingja eða í langþráð jólafrí.

Vetrarveðrið hefur verið að færast frá Miðvesturfylkjunum norðaustur og í dag var kalt og vindasamt í Nýja Englandi. Rafmagnslaust var í New Jersey og sums staðar í Connecticut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×