Erlent

Yfir 400 F-15 orrustuþotur kyrrsettar ótímabundið

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að kyrrsetja yfir 400 af F-15 orrustuþotum sínum eftir að smíðagalli koma í ljós í níu þeirra.

Allur floti flughersins af F-15 þotum, um 700 talsins, var kyrrsettur af sömu sökum í byrjun nóvember. Það gerðist eftir að ein þeirra liðaðist í sundur á flugi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr þotunni áður en bark hennar skall til jarðar.

Eftir rannsókn á málinu voru þotur af gerðinni F-15E settar í notkun aftur en eldri gerðirnar hafa nú verið kyrrsettar á ný. Að sögn talsmanns flughersins eru engar tímasetningar uppi um hvenær eða hvort þessar 400 þotur verða teknar í notkun aftur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×