Erlent

Tóm tjara

Það skemmir ekki augun að lesa við litla birtu.
Það skemmir ekki augun að lesa við litla birtu.

Breska læknablaðið lokar í jólablaði sínu á sjö kerlingabækur sem öldum saman hafa þótt góðar og gildar í þvísa landi. Blaðið fékk hóp virtra sérfræðinga til þess að fara yfir og útskýra þessi atriði.

* Það skemmir augun að lesa við litla birtu.

Meirihluti augnlækna telur að það sé ólíklegt að skaði augun á nokkurn hátt. Hinsvegar getur það fengið þig til að píra augun og depla þeim meira meðan þú ert að lesa.

* Rakstur gerir að verkum að hár vex hraðar eða verður grófara.

Rakstur hefur engin áhrif á þykkt hársins eða vaxtarhraða.

* Þú verður syfjaður af því að borða kalkún.

Í kalkún er amino sýra sem heitir tryptophan, sem tengist svefni og geðstjórn. Það er hinsvegar ekkert meira af þessari sýru í kalkún en til dæmis kjúklingi eða nautahakki. Hinsvegar er ekki ólíklegt að ofát og ofdrykkja um hátíðar valdi syfju.

* Við notum aðeins 10 prósent af heilanum.

Þessi kenning var sett fram um 1907. Rannsóknir sýna hinsvegar að enginn hluti heilans er óvirkur.

* Hár og neglur halda áfram að vaxa eftir andlátið.

Þessi mýta kann að koma úr hrollvekjuskáldsögum. Sannleikurinn er sá að húðin þornar eftir dauðann, og dregst saman. Það veldur því að hár og neglur sýnast lengri.

* Notkun farsíma á sjúkrahúsum er hættuleg.

Rannsóknir sýna að farsímar hafa lítil sem engin áhrif á lækningatæki.

Og þar hafið þið það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×