Erlent

Tígrisdýr reif hönd af manni í dýragarði

Tígrísdýrið fúlsaði ekki við því þegar maðurinn rétti því höndina.
Tígrísdýrið fúlsaði ekki við því þegar maðurinn rétti því höndina.

Dýragarðferð indverskrar fjölskyldu endað í harmleik þegar fjölskyldufaðirinn hugðist ná nærmynd af tígrisdýri. Maðurinn teygði hendina inn fyrir rimla búrsins til þess að ná sem bestri mynd. Maðurinn hafði virt aðvaranir að vettugi og klifrað yfir lága girðingu til þess að komast enn nær dýrunum og síðan teygði hann höndina inn fyrir rimla búrsins þar sem tígrarnir biðu.

Skipti engum togum að Tígurinn læsti klónum í hönd mannsins og reif hana af. Hann lést af sárum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×