Erlent

Verkfall yfirvofandi á flugvöllum Bretlands um jólin

Vél frá Icelandair á Heathrow.
Vél frá Icelandair á Heathrow. MYND/GVA

Sjö fjölförnustu flugvellir Bretlandseyja gætu lokað yfir jólin ef verkalýðsfélög í landinu halda fast við hótanir sínar um verkfall. BAA, stærsti flugvallarekandi í heiminum gæti lent í því að starfsmenn leggi niður vinnu á þessum mikla annatíma en reiði ríkir í garð stjórnenda félagsins í kjölfar ákvörðunar um að leggja af greiðslur í eftirlaunasjóði fyrir nýja starfsmenn.

Flugvallarstarfsmenn hafa kosið um hvort fara skuli í verkfall og verður niðurstaða kosningarinnar gerð opinber í dag eða á morgun. Ef af verður munu gríðarlegar tafir eða lokanir skapast á öllum stóru flugvöllum Bretlands á borð við Heathrow og Gatvick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×