Erlent

Kennarinn gaf óþægum krökkum raflost

Kennari á Indlandi var handtekinn á dögunum en hann þótti beita heldur óvenjulegum aðferðum til þess að halda uppi aga í kennslustofunni.

Krakkar sem héldu sig ekki á mottunni voru leidd inn í raungreinastofu skólans þar sem maðurinn gaf þeim vægt raflost með tæki sem hann hafði smíðað sjálfur í þessum tilgangi.

Þegar nokkur barnanna kvörtuðu yfir meðferðinni mætti lögreglan á staðinn og kennarinn bíður nú dóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×