Erlent

Líkir því að vera skotinn með rafbyssu við pyntingar

Lögreglan á Íslandi íhugar að taka til prófunar rafbyssur líkar þeim sem notaðar eru í Englandi.
Lögreglan á Íslandi íhugar að taka til prófunar rafbyssur líkar þeim sem notaðar eru í Englandi.

Lögreglan í Englandi rannsakar nú ásakanir 45 ára karlmanns þar í landi sem segist hafa orðið fyrir tilefnislausri árás lögreglumanna sem hann segir hafa skotið sig með rafbyssu þar til hann missti þvag.

Dagblaðið Guardian sagði frá málinu í dag.

Lögreglan í London hefur staðfest að lögreglumenn hafi notast við rafbyssu þegar þeir höfðu afskipti af manninum, Daniel Sylvester, fyrir skömmu.

Sylvester sagði við Guardian dagblaðið að lögreglumennirnir hafi stöðvað bíl hans og beðið hann um að stíga út. Eftir að hann gerði það segir hann að einn lögregluþjónninn hafi án viðvörunar skotið sig í hnakkann með rafbyssu. Skyndilega hafi hann verið skotin aftur þannig að hann féll í jörðina og braut í sér tönn. Fimm rafbyssuskotum síðar hafði Sylvester misst mikið þvag og lá máttlaus í jörðinni.

Hann segir að þá fyrst hafi lögreglumennirnir leitað í bíl sínum, fundið ekkert og því haft sig á brott.

Lögregla vill að svo stöddu ekkert tjá sig um mál Daniel Sylvester. Talsmaður hennar segir að höfð hafi verið afskipti af honum vegna átaks sem nú er í gangi í landinu til að uppræta ólögleg vopn.

Sylvester, sem á og rekur öryggisfyrirtæki, var ekki með nein vopn í bílnum sínum þegar hann var stöðvaður.

Í viðtali sínu við Guardian sagði hann: Ég spurði hvað væri eiginlega á seyði, hvers vegna væri verið að stoppa mig. Um leið og ég steig út úr bílnum fann ég svo eitthvað snerta hnakkann á mér. Við það féll ég um leið í jörðina. Þetta var líkt og að vera pyntaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×