Erlent

Rússar og Pólverjar funda vegna eldflaugavarnarkerfis

Stefnubreyting hefur orðið hjá pólskum stjórnvöldum í ýmsum málum eftir að Donald Tusk komst í stól forsætisráðherra.
Stefnubreyting hefur orðið hjá pólskum stjórnvöldum í ýmsum málum eftir að Donald Tusk komst í stól forsætisráðherra. MYND/AP

Rússar munu funda með Pólverjum snemma á næsta ári vegna áforma Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi á næstu árum. Frá þessu greindi ráðgjafi Pútíns Rússlandsforseta á blaðamannafundi í dag.

Bandaríkjamenn hafa uppi hugmyndir um að koma fyrir eldflaugum í Póllandi og Tékklandi til þess að verjast hugsanlegum árásum frá Íran og Norður-Kóreu. Þessu hafa Rússar mótmælt og telja ógn við öryggi sitt. Hafa þeir boðið Bandaríkjamönnum aðgang að ratsjárkerfi sínu í staðinn en á það hafa Bandaríkjamenn ekki fallist.

Stjórnvöld í Póllandi hafa lengi fylgt Bandaríkjamönnum að málum í deilunni en nú eftir stjórnarskipti í haust hefur ný ríkisstjórn í Póllandi boðið Rússum til viðræðna um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×