Erlent

Fangar flúðu í skjóli föngulegra kvenna

Tveir fangar í New Jersey í Bandaríkjunum flúðu úr fangelsi á laugardag og eru enn ófundnir. Flóttinn líktist helst atriði í bíómynd en þeir grófu gat á vegg fangaklefans og földu gatið með því að festa myndir af föngulegum konum yfir það á daginn svo verðina grunaði ekki neitt.

Þegar gatið var orðið nægilega stórt settu þeir brúður í rúmin sín til þess að tómur klefi myndi ekki vekja grunsemdir og skriðu út. Þegar verðirnir opnuðu klefana að morgni var klefi félaganna tómur, en á korti sem lá á gólfinu stóð: Gleðileg jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×