Erlent

Japanir koma sér upp eldflaugavarnakerfi

Japönum hefur í fyrsta sinn tekist að skjóta niður langdræga eldflaug á flugi en þeir hafa verið að koma sér upp eldflaugavarnakerfi sem ætlað er að verja landið árásum frá nágrönnum þeirra.

Tilraunin er sögð hafa heppnast vel en Japanir hafa þróað kerfið í náinni samvinnu við Bandaríkjamenn sem einnig hyggja á sambærilegt kerfi í Evrópu.

Kínverjar eru sagðir uggandi yfir þessari þróun því þeir óttast að kerfið verði notað gegn þeim ákveði þeir að ráðast á Tævan sem þeir gera tilkall til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×