Erlent

Færeyingur gekk berserksgang í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn

32 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna tveggja hnífaárása á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í gær. Hann var handtekinn í íbuð við Nýhöfn um hálf sex leytið.

Fyrri árásin varð rétt fyrir klukkan fimm í gærdag þegar maður var stunginn í bakið á Istegade. Fjölmörg vitni voru að þeirri árás sem tengdist fíkniefnaviðskiptum.

Seinna um kvöldið varð alvarlegri árás þegar maður var stunginn í hnakkann og brjóstið á Vesturbrú. Fórnarlambið úr þeirri árás er í lífshættu og ef hann lifir árásina er talið að hann lamist fyrir neðan háls.

Lögreglan segir manninn sem var handtekinn eiga rætur sínar að rekja til Færeyja en hann mun vera góðkunningi lögreglunnar úr fíkniefnaheiminum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×