Erlent

95 ára gömul kona vann 145 milljónir í Víkingalottó

Víkingalottóið hefur oft gefið vel í aðra höndina. 95 ára gömul norks kona kynntist því heldur betur þegar hún vann 145 milljónir króna í lottóinu á dögunum.

Konan sem ekki vill láta nafn síns getið viðurkennir að þetta sé nokkuð há upphæð en hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætli að gera við peningana.

„Ég er nú orðin svo gömul," sagði konan við Verdens Gang blaðið í Noregi en bætti því við að hún myndi líklega gefa hluta upphæðarinnar.

Þetta var þó einungis helmingur upphæðarinnar því það var önnur norsk kona sem tók sömu upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×