Erlent

Átta milljónir fyrir bílastæði

MYND/KK

Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims.

Í ljós kom hins vegar að hún hafði ekki gleymt sér í innkaupunum heldur var í hópi 30 bíleigenda sem rukkaðir voru tíu þúsund sinnum of mikið fyrir stæði í bílastæðahúsi í miðborg Þrándheims.

Norska blaðið Verdens Gang greinir frá því að vegna bilunar í bílastæðasjálfsala hafi hann halað inn sem svarar um 100 milljónum íslenskra króna á einum degi og hefur bílastæðasjóður Þrándheims haft í nógu að snúast að endurgreiða bíleigendunum milljónirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×