Erlent

Skiptast á dætrum í Þýskalandi

Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni.

Stúlkunar fæddust í Saarlouis í Þýskalandi í sumar og er talið að þær hafi víxlast þegar verið var að baða þær. Mistökin komu í ljós eftir að faðir annarra stúlkunnar fór í faðernispróf, hálfu ári eftir að stúlkurnar fæddust og þegar að í ljós kom að hann var ekki faðirinn fór móðirin líka í DNA-próf.

Í byrjun október á þessu ári kom svipað mál upp í Trebic í Tékklandi en þá kom í ljós að tvær tíu mánaða stúlku höfðu víxlast skömmu eftir fæðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×