Erlent

Gore kennir Bandaríkjunum um rýra uppskeru á Balí

Al Gore kennir Bandaríkjamönnum um hve illa hafi tekist að komast að niðurstöðu á Bali ráðstefnunni.
Al Gore kennir Bandaríkjamönnum um hve illa hafi tekist að komast að niðurstöðu á Bali ráðstefnunni.

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir að Bandaríkjamenn standi í vegi fyrir því að niðurstaða fáist á loftslagsráðstefnunni á Balí. Gore hélt ræðu á fundinum í dag og fór hann hörðum orðum um bandarísk stjórnvöld. Varaforsetinn fyrrverandi hvatti þáttökuþjóðirnar til þess að grípa strax til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Mín eigin þjóð, Bandaríkin, er ábyrg fyrir því að koma í veg fyrir niðurstöðu á þessum fundi", sagði Gore en Bandaríkin hafa neitað að skrifa undir tillögu þess efnis að iðnvæddar þjóðir dragi úr losun um 35 til 40 prósent fyrir 2020.

Evrópuþjóðir munu sniðganga fyrirhugaðan fund um loftlagsmál sem Bandaríkjamenn hafa boðað til í janúar á næsta ári náist ekki samkomulag á Balí ráðstefnunni. Þetta tilkynnti umhverfisráðherra Þýskalands í dag. „Fáist ekki niðurstaða í málin hér á Balí þýðir það einfaldlega að við munum ekki taka þátt í fundi stærsu efnahagsvelda sem Bandaríkjamenn hafa boðað til í janúar," segir háttsettur erindreki innan ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×