Erlent

Obama tekur forystuna í New Hamshire

Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire

Forkosningarnar í New Hampshire í næsta mánuði eru með þeim mikilvægustu í baráttu forsetaaefnanna fyrir tilnefningu flokksins. Samkæmt skoðannakönnuninni nýtur Obama fylgis 31% demókrata á móti 28% fylgi Hillary. Fyrir tveimur vikum var Hillary með 7% forskot á Obama í New Hampshire.

Þessi skoðanakönnun hefur komið verulega við kaunin á stuðningsmönnum Hillary. Einn af toppráðgjöfum hennar, Bill Shaheen segir að Demókratar eigi að íhuga vel játningar Barak Obama um að hann hafi reykt hass og drukkið áfengi á unglingsárum sínum. Obama hefur greint frá þessu í bók um ævi sína.

Ráðgjafinn hafði orð á þessu í viðtali við stórblaðið Washington Post og segir að Repúlikanar muni nýta sér þetta til fulls ef Obama verði valinn sem forsetaefni Demókrataflokksins. Stuðningsmenn Obama segja þetta vera dæmi um þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum Clinton en Obama hefur sigið á hana í skoðannakönnunum að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×