Erlent

Ísraelsmenn draga hersveitir til baka eftir sókn á Gasa

Ísraelsmenn drógu í morgun til baka hersveitir sínar frá Gasaströndinni eftir eina stærstu hernaðaraðgerð þar frá því Hamas-samtökin tóku völdin í síðastliðnum júnímánuði.

Sex palestínskri skæruliðar féllu í innrásinni sem stóð yfir í einn dag en hún var gerð til þess að koma í veg fyrir eldflauga- og sprengjuvörpuárásir skæruliða á Ísrael.

Að minnsta kosti 30 skriðdrekar og jarðýtur tóku þátt í aðgerðinni ásamt orrustuþotum. Friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna hefjast í dag en óvíst er hvort innrásin í gær eigi eftir að draga dilk á eftir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×