Erlent

Söguleg ferð sinfóníuhljómsveitar til Norður Kóreu

Tilkynnt hefur verið að sinfóníuhljómsveit New York borgar muni fara í sögulegt tónleikaferðalag til Norður Kóreu í febrúar á næsta ári.

Menntamálaráðuneyti Norður Kóreu bauð hljómsveitinni að koma til landsins en um fyrstu menningarheimsókn Bandaríkjanna til landsins er að ræða. Talið er að heimsóknin geti liðkað fyrir í stirðum samskiptum landanna undanfarin ár.

Sinfóníuhljómsveitin hefur áður spilað hlutverk á diplómatasviðinu. Þannig hélt hún tónleika í Bejing skömmu eftir opinbera heimsókn Richard Nixon til Kína 1973




Fleiri fréttir

Sjá meira


×