Erlent

12 starfsmanna SÞ saknað

Svona litu skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Algeirsborg út eftir sprengjutilræðið í morgun.
Svona litu skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Algeirsborg út eftir sprengjutilræðið í morgun. MYND/AFP

Að minnsta kosti einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Alsír lést í sprengjutilræði í Algeirsborg í dag og tólf starfsmanna samtakanna er saknað. Að minnsta kosti 67 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu, önnur við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna og hin nærri Hæstarétti landsins þar sem strætisvagn fullur af námsmönnum ók hjá.

Mikill fjöldi manna er særður og óttast er að fólk sé fast í þeim byggingum sem skemmdust í tilræðunum.

Talsmaður Hvíta hússins fordæmdi árásirnar á húsakynni Sameinuðu þjóðanna og kallaði árásarmennina óvini mannkyns. Talið er líklegt að Al Kaída samtökin í norðanverðri Afríku hafi staðið fyrir voðaverkunum. Samtökin hafa fyrir sið að láta finna fyrir sér á ellefta degi mánaðarins eins og til að minna á árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×