Erlent

Glæpahópar herja á flutningabifreiðar í Danmörku

Skipulagðir glæpahópar frá Austurevrópu herja nú á áningarstaði flutningabifreiða í Danmörku.

Þeir brjótast inn í bílana að næturlagi og stela þaðan tölvum, flatskjám og öðrum raftækjum. Á síðustu vikum og mánuðum hafa glæpagengin hvað eftir annað látið til skarar skríða.

Ástandið hefur verið sérlega slæmt á Suður Sjálandi og Lollandi-Falster. Að sögn lögreglunnar er talið að þýfið sé flutt strax úr landi þar sem það hefur ekki fundist á danska svarta markaðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×