Erlent

Dregið um hver fær miða á Ólympíuleika í Peking

Mótshaldarar Ólympíuleikanna í Kína á næsta ári hófu í dag miðasölu með næsta óvenjulegum hætti.

Happdætti ræður hver fær miða á leikana. Upphaflega var reynt að selja miða fyrir rúmum mánuði en ásóknin var svo mikil að tölvukeyrt miðasölukerfið hrundi.

Nú geta Kínverjar sótt um að kaupa miða en síðan eru allar umsóknirnar settar í eins konar hlutaveltu og heppni ræður því hver fær að kaupa. Hér er eingöngu um að ræða miðasölu til almennings í Kína en ferðamenn geta keypt miða eftir öðrum leiðum.

Upphaflega átti að leyfa hverjum Kínverja að kaupa upp í fimmtíu miða á hinar ýmsu keppnisgreinar en nú getur hver maður bara keypt átta miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×