Erlent

Jörð skelfur á Balí

Grænfriðungar eru meðal þeirra sem viðstaddir eru loftlagsráðstefnu SÞ á Balí.
Grænfriðungar eru meðal þeirra sem viðstaddir eru loftlagsráðstefnu SÞ á Balí. MYND/AP

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter skók indónesísku eyjuna Balí í morgun þar sem þúsundir embættismanna, vísindamanna og stjórnmálamanna eru saman komnir til að ræða loftlagsmál á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni í skjálftanum. Hann átti upptök sín í sjónum 250 kílómetra suðvestur af bænum Jember á Jövu en hans varð vel vart á nágrannaeynni Balí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×