Erlent

Einn fórst í eldsprengingu í Árósum

Höfnin í Árósum er nú lokuð vegna mikillar eldsprengingar sem þar varð snemma í morgun. Maður á sextugdsaldri lét lífið í sprengingunni.

 

Húsið sem sprengingin varð í brennur enn og talin hætta á að fleiri sprengingar verði í því. Því hefur slökkvilið Árósa sprautað froðu á nærliggjandi svæði og byggingar. Ekki er vitað um fleiri dauðföll eða slys vegna sprenginarinnar.

Lögreglunni í Árósum barst tilkynning um sprenginguna fyrir tæpum tveimur tímum síðan. Hún varð í kjallarageymslu efnaverksmiðjunnar Arhus Karlsham sem stendur við höfnina. Eldsvoðinn sem fylgdi í kjölfarið var svo mikill að nauðsynlegt þótti að girða alla höfnina af og fékk enginn óviðkomandi að fara inn á hafnarsvæðið þessa stundina.

Eldurinn er nú í rénun en ekki er vitað á þessari stundu hvað olli sprengingunni. Reiknað er með að hægt verði að opna hafnarsvæðið aftur fyrir umferð nú fyrir hádegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×