Erlent

Elsti Rolls Royce í heiminum sleginn fyrir metverð

Elsta Rolls Royce bíl í heimi var ekið á brott frá uppboði í London í gær eftir að bíllinn hafði sett tvö met.

Annarsvegar fékkst hæsta verð fyrir bíl sem smíðaður er fyrir 1905 og hinsvegar hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir Rolls Roys en bíllinn var sleginn á tæpar 500 milljónir kr. Óþekktur Breti keypti bílinn.

Rollsinn, sem er tveggja sæta og topplaus, var sá fjórði sem þeir Charles Rolls og Henry Royce smíðuðu eftir að samstarf þeirrra hófst árið 1904. Hann er í góðu ásigkomulagi og vel ökufær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×