Erlent

Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína 2003

Demókratar í Bandaríkjunum gera nú kröfu um að stjórnvöld breyti stefnu sinni gegn Íran. Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós að Íranir hættu við kjarnorkuvopnaáætlun sína árið 2003 og hafa ekki byrjað hana á ný.

Upplýsingarnar sem hér um ræðir eru leyniþjónustuskýrsla þar sem fram kemur að stjórnvöld í Tehran séu ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn.

Í framhaldi af því að skýrslan var gerð opinber hvatti Harry Reid leiðtogi demókrata í öldungadeildinni til þess að Hvíta húsið tæki stefnu sína gagnvart Íran til gagngerrar endurskoðunnar.

Reid vill að Bush-stjórnin móti nýja stefnu gagnvart Íran þar sem samningar en ekki hótanir séu lykilatriðið svipað og Ronald Regqan gerði gangvart Sovétríkjunum sálugu á sínum tíma.

Skýrsla sú sem hér um ræðir er unnin eftir upplýsingum frá 16 leyniþjónustustofnunum í Bandaríkjunum og þar segir að alþjóðlegur þrýstingur á Íran hafi valdið því að þeir hættu við kjarnorkuvopnaáform sín árið 2003. Og það sé nokkuð öruggt að stjórn landsins hefði ekki endurvakið áformin síðan þá.

Stuðningsmenn Bush benda á að þrátt fyrir þessar upplýsingar hafi Íranir enn getu til að framleiða kjarnvopn og það sé rétt af Bandaríkjamönnum að hafa áhyggjur af því




Fleiri fréttir

Sjá meira


×