Erlent

Bangsakennarinn heldur heim til sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gibbons er á leið til Bretlands.
Gibbons er á leið til Bretlands.

Breski kennarinn, Gillian Gibbons, er farin frá Khartoum og er á leið heim til Bretlands. Gibbons var leyst úr haldi eftir að forseti Súdan náðaði hana í morgun. Hún baðst afsökunar á þeim vanda sem gjörðir hennar hefðu skapað. „Ég ber mikla virðingu fyrir múhameðstrú og myndi aldrei móðga neinn viljandi. Mér þykir mjög leitt ef ég hef skapað einhverja togstreitu með gjörðum mínum," sagði Gibbons í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Síðastliðinn fimmtudag var Gibbons dæmd fyrir að vanvirða múslimatrú í Súdan með því að leyfa nemendum sínum að kalla bangsann sinn Múhameð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×