Erlent

Sharif óheimilt að taka þátt í kosningum í Pakistan

Nawaz Sharif.
Nawaz Sharif.

Kjörstjórn í Pakistan hefur úrskurðað að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sé óheimilt að taka þátt í þingkosningum sem fram eiga að fara í landinu þann 8. janúar. Frá þessu var greint í morgun.

Reuters hefur eftir yfirmanni kjörstjórnarninnar að það sé vegna dóma sem hann hefði hlotið í landinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, steypti Sharif af stóli árið 1999 og var Sharif sendur í útlegð eftir að hafa meðal annars verið dæmdur fyrir hryðjuverk ári síðar.

Sharif sneri til baka í síðustu viku og hugðist ásamt Benazir Bhutto, öðrum fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, bjóða sig fram í þingkosningunum og reyna að breyta valdajafnvæginu í landinu. Nú hefur kjörstjórn hins vegar komist að því að hann sé ekki kjörgengur vegna dóma sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×