Erlent

Sjaldgæfum Viktoríukrossum stolið í nótt

Níu sjaldgæfum og verðmætum Viktoríukrossum var stolið frá hernaðarsafni á Nýja Sjálandi í nótt.

Viktoríukrossinn er æðsta heiðursmerki Breta og Breska Samveldisins fyrir hetjulega frammistöðu í bardögum og afarsjaldan veittur. Aðeins 12 hafa hlotið krossinn síðan 1946.

Varnarmálaráðherra Nýja Sjálands segir þjófnað þennan vera glæp gegn þjóðinni. Verðmæti krossanna er talið hlaupa á hundruðum milljóna króna en talið er að mjög erfitt verði að koma þeim í sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×