Erlent

Stórsigur Pútin staðfestur

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í rússnesku þingkosningunum er ljóst að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Putin forseta, hefur farið með stórsigur af hólmi.

 

Sameinað Rússland hlaut rúmlega 63% atkvæða og tveir smáflokkar sem einnig styðja Pútin náðu hinum tilskyldu 7% til að komast í dúmuna. Þar með hafa Pútin og stuðningsmenn hans þingmeirihluta til að breyta stjórnarskránni þannig að Pútin yrði kleyft að sækjast eftir forsetaembættinu þriðja kjörtímabilið í röð.

Pútín hefur ítrekað sagt að slíkt standi ekki til og að hann muni láta af embætti forseta eftir kosningar í mars á síðasta ári. Fjórði flokkurinn sem náði mönnum inn á dúmuna voru kommúnistar en aðrir smáflokkar náðu ekki tilskyldum 7%. Er nú í fyrsta sinn að ekki er frjálslyndur lýðræðisflokkur með fulltrúa í dúmunni.

Stjórnandstræðingar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja þær hafa einkennst af svikum og prettum og óeðlilegum þrýstingi stjórnvalda á kjósendur. Stuðningsmenn Pútin aftur á móti segja að hinn yfirgnæfandi meirihluti segji sína sögu um afstöðu rússnesku þjóðarinnar til stefnu Pútins í málefnum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×