Erlent

Hálf milljón á flótta frá eldinum

MYND/Getty

Ekkert lát virðist vera á gríðarlegum skógareldum í suður Kalíforníu og nú er svo komið að hálf milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

Í San Díegó sýslu einni hafa 1000 heimili orðið bálinu að bráð. Talið er að allt að fimm hafi látist í þessum hamförum enn sem komið er. Bush bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja svæðið á morgun og hafa alríkisyfirvöld þegar lofað að bregðast við með skjótari hætti en gert var þegar fellibylurinn Katrína reið yfir í New Orleans 2005.

Í gærkvöldi þurftu þrjú þúsund hermenn í herstöðinni í Pendleton að yfirgefa hana þegar eldhafið nálgaðist. Bush forseti hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu og Schwarzenegger fylkisstjóri segir hamfarirnar hörmulegar. Veðurfræðingar spá því að vindarnir sem halda lífi í eldtungunum haldi áfram að blása að minnsta kosti fram á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×