Erlent

Meirihluti vill flokk Pútíns í Rússlandi

Ríflega helmingur kjósenda í Rússlandi segist munu greiða atkvæði með flokki Pútíns forseta, Sameinuðu Rússlandi. Stjórnarandstæðingar saka stjórn Pútíns um að vanvirða lýðræðislegar leikreglur.

Stjórnarandstæðingar hafa nær engan aðgang að fjölmiðlum og lögregla hefur ráðist á útifundi þeirra.

Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák, hefur nú verið sleppt úr fangelsi. Þar fékk hann að dúsa samkvæmt dómsorði í fimm daga eftir að hann var handtekinn í mótmælagöngu. Kosið er á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×