Erlent

Fjórum gíslum sleppt - Einn enn í haldi

ABC fréttastofan greinir frá því að fimm hafi verið á kosningaskrifstofu Hillary Clinton í Rochester í New Hampshire þegar maður sem kveðst vopnaður sprengju réðst til inngöngu og tók fókið í gíslingu fyrr í kvöld. Maðurinn hefur síðan látið fjóra gísla lausa, eitt barn, eina konu og tvo menn. Einn maður er enn í haldi gíslatökumannsins, samkvæmt heimildum ABC.

Flestir fréttamiðlar í bandaríkjunum segjast hafa heimildir fyrir því að gíslatökumaðurinn sé búsettur í Rochester og eigi við geðræn vandamál að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×