Erlent

Leiðtogi stjórnarandstöðu í Georgíu sækir um hæli í Þýskalandi

Irakly Okruashvili hefur sótt um hæli í Þýskalandi.
Irakly Okruashvili hefur sótt um hæli í Þýskalandi. MYND/AP

Irakly Okruashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunni í Georgíu, hefur sótt um hæli í Þýskalandi eftir að yfirvöld í Georgíu gáfu út handtökuskipun á hendur honum.

Þýska lögreglan handtók Okruashvili á hóteli í Berlín á miðvikudag en stjórnvöld í Georgíu höfðu farið fram á framsal hans þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í heimalandi sínu. Lögmaður Okruashvilis segir að hann hafi verið búinn að sækja um hæli í Þýskalandi áður en hann var handtekinn en ekki sé búið að fjalla um umsókn hans þar í landi.

Okruashvili var handtekinn í Georgíu í september síðastliðnum vegna ásakana um spillingu en hann hafði skömmu áður sakað Míkhaíl Saakashvili, forseta landsins, um að leggja á ráðin um morð og spillingu. Eftir að Okruashvili var sleppt gegn trygginu flýði hann til Þýskalands.

Ótryggt ástand hefur verið Georgíu undanfarnar vikur og lýsti forsetinn yfir neyðarástandi fyrr í mánuðinum eftir átök lögreglu og stjórnarandstæðinga. Hann hefur sakað Rússa um að reyna að skipta sér af innanríkismálum Georgíu en landið hefur í auknum mæli leitað eftir samstarfi við vestræn ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×