Erlent

Rólegt í úthverfum Parísar í nótt

Rólegt var í úthverfum Parísar í nótt eftir óeirðir fyrr í vikunni. Fjölmennt lögreglulið var á götum Villiers-le-Bel þar sem komið hefur til harðra átaka eftir að tvö ungmenni létu lífið í árekstri við lögreglubíl í París á sunnudagkvöldið.

Ættingjar ungmennanna segja lögreglu hafa keyrt viljandi á þau en því vísar lögregla á bug. Kveikt hefur verið í bílum, eldsprengjum kastað og skotið á lögreglumenn sem hafa fjölmargir slasast. Sarkozy Frakklandsforseti hefur heitið því að hart verði tekið á þeim sem hafi ráðist með ofbeldi gegn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×