Erlent

Gáfust upp eftir umsátur við hótel í Manila

Hópur hermanna, sem lagði undir sig lúxushótel í Manila á Filippseyjum snemma í morgun, gafst upp eftir að filippseyski stjórnarherinn réðst til inngöngu á hótelið. Umsátursástand ríkti á hótelinu þar sem hermennirnir sem lögðu það undir sig höfðu tekið bæði gesti og blaðamenn í gíslingu.

Margir hermannanna höfðu verið í nálægu dómhúsi þar sem verið var að rétta yfir þeim vegna tilraunar til valdaráns í landinu árið 2003. Mönnunum tókst hins vegar að komast undan og leggja undir sig hótelið. Kröfuðst þeir þess að filippseyski herinn léti af stuðnig sínum við Gloriu Arroyo, forseta landsins.

Bæði her og lögregla voru með mikinn viðbúnað við hótelið og var mönnunum gefinn kostur á að yfirgefa hótelið innan tiltekins tíma. Þegar það hafði ekki gerst stormaði herinn inn á hótelið. Í kjölfarið tilkynnti leiðtogi valdaránshópsins, Antonio Trillanes, að hann myndi gefast upp til þess að koma í veg fyrir mannfall á hótelinu.

Tilraunir til valdaráns á Fillipseyjum eru nokkuð tíðar og í forsetatíð Arroyo hefur tvisvar verið reynt að steypa henni af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×