Erlent

Musharraf sór forsetaeið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pervez Musharraf sór forsetaeið í morgun.
Pervez Musharraf sór forsetaeið í morgun.
Pervez Musharraf sór forsetaeið að nýju í borginni Islamabad í Pakistan í morgun. Breska blaðið Guardian hafði eftir óháðri pakistanskri fréttastöð að Musharraf myndi á sama tíma aflétta neyðarlögum í dag og láta lausa alla þá sem fangelsaðir voru þegar neyðarlögin tóku gildi. Það hefur hann enn ekki gert þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Vesturlöndum og stjórnarandstæðingum í Pakistan. Stjórnarandstöðuflokkarnir hóta því að sniðganga þingkosningar sem fyrirhugað er að halda í byrjun janúar, verði neyðarlögin ekki afnumin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×