Erlent

Handritshöfundar snúa aftur að samningaborðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki er víst hvort verkfallið geti haft áhrif á sigursæla Óskarsverðlaunahafa eins og Ron Howard.
Ekki er víst hvort verkfallið geti haft áhrif á sigursæla Óskarsverðlaunahafa eins og Ron Howard.
Handritshöfundar í Hollywood sneru að samningaborði með fulltrúum helstu kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðendanna í gær í fyrsta sinn síðan að verkfall þeirra hófst fyrir þremur vikum. Handritshöfundar eru sagðir vera í hörðustu launadeilu sem þeir hafi átt í tvo áratugi en deilt er um það hversu stóran hlut þeir eigi að fá af þeim hagnaði sem fæst af sölu á kvikmyndum á Netinu. Þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 1988 stóð það í fjórar vikur og kostaði iðnaðinn að minnsta kosti 30 milljarða íslenskra króna. Að mati hagfræðinga gæti sú upphæð tvöfaldast ef verkfallið verður jafn langt nú og það var þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×