Erlent

Þrjú hundruð sérfræðingar á HIV ráðstefnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt HIV veiran leiki þróunarríkin verr en vestræna heiminn skapar hún alls staðar vanda.
Þótt HIV veiran leiki þróunarríkin verr en vestræna heiminn skapar hún alls staðar vanda. Mynd/ Reuters
Yfir þrjú hundruð sérfræðingar í heilbrigðisvísindum eru saman komnir á ráðstefnu um HIV veiruna í Brussel. Þeir vilja að HIV próf séu bætt svo hægt sé að berjast gegn aukinni útbreiðslu veirunnar.

Að minnsta kosti 86 þúsund manns sýktust af HIV á árinu 2006. Þátttakendur á ráðstefnunni eru sammála um að það valdi miklum vanda hversu seint HIV er greint í í sjúklingum.

Markos Kyprianou, yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu segir að aðgerða sé þörf gegn veirunni. Hann segir að stjórnmálamenn séu farnir að leiða hjá sér vandann sem hún valdi vegna þess að yngri kynslóðir hafi ekki upplifað þá miklu baráttu gegn alnæmi sem var háð á níunda áratugnum. Hann sagði að auka þyrfti áherslu á varnir gegn sjúkdómnum.

Einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar í Brussel, Jens Lundgren prófessor, segir að um það bil helmingur HIV smitaðra fái meðferð of seint. Lundgren segir að þetta vandamál skipti sífellt meira máli í Evrópu. Hann segir jafnframt að um það bil 30-40% sjúklinga hafi þegar fengið alnæmi þegar farið er að bregðast við HIV veirunni og að engu ríki hafi tekist að fást nægilega vel við vandann sem þessi sjúkdómur skapar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×