Erlent

Ný kenning um hvarf Madelaine

Samkvæmt portúgalska dagblaðinu Publico er lögreglan þar í landi nú sannfærð um að Madelaine McCann hafi verið myrt af barnaníðing á hótelherbergi foreldra hennar.

Dagblaðið hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í portúgölsku lögreglunni. Þær heimildir herma að lögreglan vinni nú eftir þessari kenningu.

Kenningin gengur út á að barnaníðingur hafi laumast inn í hótelherbergið sem Madelaine svaf í á meðan foreldrar hennar fóru út að borða. Hann hafi ætlað að níðast á Madelaine en hafi í staðinn myrt hana þegar hún fór að gráta af ótta við að grátur hennar myndi gera fólki viðvart um að hann væri í herberginu.

Nokkur vitni bera að þau hafi séð mann hlaupa í átt frá herberginu um það leiti sem hún á að hafa horfið. Sömu vitni segja maðurinn hafi haldið á einhverju í fangi sínu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×