Erlent

Vilja hafa ólympíueldinn umhverfisvænni

MYND/Teitur

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum 2012 leita nú orkugjafa sem nota á í ólympíueldinn þannig að hann gefi frá sér eins lítið af koltvísýringi og mögulegt er.

Eftir því sem fram kemur á fréttavef Reuters er þetta liður í áformum skipuleggjendanna um sjálfbærni leikanna en þær áætlanir voru ein af meginástæðum þess að Bretar urðu hlutskarpastir í kapphlaupinu um að halda leikana.

Aðstandendurnir viðurkenna þó að það sé langt í frá auðvelt verkefni að finna umhverfisvænan orkugjafa fyrir ólympíueldinn því sumir af hreinu orkugjöfunum eru ósýnilegir þegar þeir brenna. Meðal orkugjafa sem undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna skoðar eru metan sem meðal annars hefur verið notað á bíla hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×