Erlent

Slys á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja eru vinnuslys

Þau slys sem verða á jólahlaðborðum danskra fyrirtækja teljast til vinnuslysa. Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir samtökum atvinnulífsins í Danmörku.

Fyrsta stóra jólahlaðborðshelgin var nú um helgina í Danmörku og hafði dönsk lögregla í nógu að snúast vegna þess, bæði vegna slysa, áfloga og ölvunaraksturs veislugesta.

Fram kemur á viðskiptavef Jótlandspóstsins að atvinnurekendur beri alla ábyrgð á slysum og meiðslum sem verða á jólahlaðborðum í fyrirtækjum þeirra og flokkast slíkt sem vinnuslys.

Sama gildir þótt starfsmenn séu kófdrukknir og slasist eftir að hafa dansað uppi á borðum og jafnvel þótt atvinnurekandi hafi ákveðið að bjóða ekki upp á áfengi í jólahlaðborði en starfsmenn hafi það um hönd ber atvinnurekandinn samt ábyrgð á slysum sem verða á samkomum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×