Erlent

Musharraf mun láta af embætti hershöfðingja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Musharraf hefur samþykkt að láta af embætti hershöfðingja
Musharraf hefur samþykkt að láta af embætti hershöfðingja

Pervez Musharraf mun sverja embættiseið sem forseti Pakistan í þriðja skipti á fimmtudag. Þetta hefur BBC fréttastofan eftir Rashid Qureshi talsmanni Musharrafs. Qureshi sagði jafnframt að Musharraf myndi segja af sér embætti hershöfðingja í landinu áður en hann myndi sverja forsetaeiðinn.

Nawaz Sharif og Benazir Bhutto hafa nú bæði gefið formlega kost á sér í þingkosningunum sem áætlað er að halda í janúar. Bæði hafa þau þó fullyrt að þau muni hætta við áætlanir sínar ef þau telja að kosningarnar verði ekki frjálsar og réttlátar. Musharraf forseti lýsti yfir neyðarlögum í Pakistan þann þriðja nóvember síðastliðinn og sagðist þá vilja koma á röð og reglu í landinu og berjast gegn herskáum múslimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×