Erlent

Kínverjar kaupa kjarnorkuver af Frökkum

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Hu Jintao, forseti Kína, fyrir fund þeirra í Peking í morgun.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Hu Jintao, forseti Kína, fyrir fund þeirra í Peking í morgun. MYND/AP

Kínverjar ætla að kaupa tvö kjarnorkuver af Frökkum. Forsetar landanna tilkynntu um þetta í Peking í morgun, en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn í Kína.

Kínverjar ætla að reisa samtals 32 kjarnorkuver á næstu tólf árum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Frakklandi hafa keppst um að landa samningum um smíði kjarnorkuveranna.

Í heimsókn Sarkozys var einnig skrifað undir samkomulag um að Kínverjar kaupi 160 Airbus farþegaflugvélar. Eftir því hefur verið tekið að franski forsetinn hefur verið mildur í gagnrýni á mannréttindi í Kína. Hann tók hins vegar fram að mikilvægt væri að Kínverjar sýndu ábyrgð í umhverfismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×