Erlent

Náttúruhamfarir fjórfalt tíðari en áður

Friðrik Indriðason skrifar
Jarðskjálfti skók Perú í sumar. Rannsóknin sýnir að jarðhræringar hafi ekki aukist á tveimur áratugum.
Jarðskjálfti skók Perú í sumar. Rannsóknin sýnir að jarðhræringar hafi ekki aukist á tveimur áratugum.
Náttúruhamfarir eru fjórfalt algengari nú en fyrir tveimur áratugum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem unnin var af bresku hjálparsamtökunum Oxfam.

Oxfam skellir skuldinni að mestu á hlýnun jarðarinnar af völdum gróðurhúsaáhrifanna. Segir Oxfam að grípa verði til aðgerða strax því náttúruhamfararnir bitni hvað harðast á þeim sem fátækastir eru í heiminum. Samkvæmt skýrslunni urðu að jafnaði um 120 náttúruhamfarir á ári hverju við upphaf níunda áratugarins. Í dag eru þetta um 500 hamfarir á ári hverju. Barbara Stocking forstjóri Oxfam segir að á þessu ári hafi heimurinn upplifað flóð í suður Asíu, þvert yfir Afríku og Mexíkó. Flóðum og fellibyljum hafi fjölgað úr um 60 á ári á níunda áratugnum og upp í 240 í ár. Hinsvegar hafi tíðni jarðhræringa eins og eldgosa og jarðskjálfta staðið í stað á þessu tímabili.

Barbara segir að brátt muni koma að því að hjálparsamtök og alþjóðlegar stofanir muni alls ekki ráða við afleiðingarnar af vaxandi fjölfa náttúruhamfara. Hún hvetur því ríki heims til að ná samkomulagi um frekari niðurskurð á losun kolefnis út í andrúmsloftið. Þetta mál er á dagskrá á alþjóðlegri ráðstefnu sameinuðu þjóðanna á bali í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×