Erlent

Telja að lögreglan í Kenýja hafi tekið 8000 manns af lífi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Kenýa
Frá Kenýa
Mannréttindasamtök í Kenýa halda því fram að lögreglan þar í landi hafi tekið ríflega átta þúsund manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem starfar ólöglega í landinu. Aðgerðir lögregla stóðu yfir í fimm ár, allt til ágústmánaðar í ár. Í skýrslu samtakanna segir að um fjögur þúsund manns til viðbótar sé saknað. Talsmaður lögreglunnar í Kenýja vísaði fullyrðingum mannréttindasamtakanna á bug í samtali við blaðamann AP fréttastofunnar. Skammt er síðan að nefnd á vegum kenískra stjórnvalda komst að þeirri niðurstöðu að lögreglan hefði drepið 500 meðlimi í þessum sama ættbálki á síðustu fimm mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×