Erlent

Endurgerð af Help kemur út fyrir jólin

John Lennon
John Lennon
Ein af jólamyndunum í ár verður endurbætt útgáfa af Help, Bítlamyndinni vinsælu sem frumsýnd var 1965. Að sögn framleiðenda verksins heldur litur og áferð myndarinnar sér fullkomnlega en tónlistin hefur öll verið endurblönduð. Að því verki komu bestu hljóðmennirnir í Abby Road hljóðverinu í London. Myndin er gerð frá febrúar til apríl 1965 en á því tímabili héldu Bítlarnir í tvær stórar hljómleikaferðir beggja megin Atlantshafsins og gáfu út tvö stór albúm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×