Erlent

Chavez frystir öll samskipti við Kólumbíu

Friðrik Indriðason skrifar
Hugo Chavez.
Hugo Chavez.
Chavez forseti Venesúela hefur fryst tengsli landsins við Kólumbíu. Kemur þetta í kjölfar þess að Uribe forseti Kólumbíu sagði Chavez að hætta samingum við vinstrisinnuðu uppreisnarhreyfinguna FARC. Chavez hafði áður fallist á að miðla málum þar sem FARC ætlaði að láta af hendi gísla í sta'ðinn fyrir meðlimi FARC sem nú sitja í fangelsi í Kólambíu. Chavez sagði að fyrirskipun forseta Kolimbíu hefði verið eins og hrákur í andlit hans og hann sakaði Uribe um óheilindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×