Erlent

Friðarráðstefna Mið-Austurlanda hefst á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bush Bandaríkjaforseti býður til ráðstefnunnar.
Bush Bandaríkjaforseti býður til ráðstefnunnar.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast ekki eiga von á því að stór áfangi náist í friðarviðræðum á friðarráðstefnu Mið-Austurlanda, sem hefst á morgun. Þau segjast þó vonast til þess að ráðstefnan verði upphaf árangursríkra friðarviðræðna. Það eru Bandaríkjamenn sem standa að ráðstefnunni en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna situr nú fund með fulltrúum Palestínumanna og Ísraela til að ná fram sameiginlegri yfirlýsingu um friðaráætlanir áður en að fundurinn hefst. Auk Palestínumanna og Ísraela verður Sýrland á meðal þeirra fjörutíu ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×