Erlent

Tvísýnar kosningar í Króatíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stipe Mesic greiðir atkvæði í kosningunum. Mynd/ AP
Stipe Mesic greiðir atkvæði í kosningunum. Mynd/ AP
Króatar kusu nýtt þjóðþing í gær. Tveir flokkar hafa yfirburðastöðu, en Lýðveldisbandalag Króatíu, sem nú fer með völd í landinu, hefur örlítið forskot á sólsíaldemokrata, samkvæmt nýjustu tölum.

Búið er að telja helming greiddra atkvæða. Kosningaspár höfðu gert ráð fyrir því að sósíaldemókratar fengu örlítið meira fylgi en Lýðveldisbandalagið en hvorugur flokkanna myndi ná hreinum meirihluta.

Nýr leiðtogi sósíaldemokrata, Zoran Milanovic, þykir höfða vel til ungra kjósenda en keppinautur hans, Stipe Mesic, sagði í gær að hann hlakkaði til að sjá hvor þeirra fengi að mynda meirihluta.

Helstu mál kosningabaráttunnar voru spillingarmál, efnahagsmál og endurbætur sem þarf að gera áður en Króatía gerist aðili að Evrópusambandinu á næsta kjörtímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×