Erlent

Jarðskjálfti reið yfir Sumötru á Indónesíu

Jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter reið yfir strönd Sumötrueyju í Indonesíu fyrr í dag. Upptök skjálftans eru 107 km suðvestur af Mukomuko í Bengkulu um 20 km undir yfirborði jarðar. Engin flóðbylgjuviðvörun fylgdi í kjölfar skjálftans. Fyrr í dag varð jarðskjálfti á svæðinu upp á 6,2 á Richter.

Meira en 20 manns létust í september þegar jarðskjálfti upp á 8,4 reið yfir Bengkulu og eyðilagði þúsundir heimila. Mikil jarðskjálftavirkni er í Indónesíu þar sem stór jarðskjálfti neðansjávar hrinti af stað flóðbylgjunni sem varð 230 þúsund manns að bana í desember árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×